Jæja bara vika í París! Váá hvað ég hlakka til. Get ekki hugsað um annað núna. Var að skoða hvernig veðrið er i París og svona. Er svona um 15 stiga hiti, sem er flott :D
Helgin var fín, vinna öll kvöldin, það var bara fínt. Var svo á þessu elskulega ferðaþjónustunámskeiði á laugardag, ekki gaman að vakna kl 8 á laugardagsmorgnum, eeen 5 einingar og það er fínt.
Svo var það Sjallinn á laugardagskvöld. Fór með Heiðu gellu og það var bara voða gaman á Sálinni. Var samt frekar þreytt efitr daginn og dansaði ekki voða mikið. Rosa kósí svo að sitja í búllunni og borða burger eftir djammið, miklu betra að fara þangað en TikkTakk eða nætursöluna..
Ég og Katla fluttum í dag verkefni í Tónlist og Menning. Gerðum bloggsíðu um The Doors (slóðin er www.blog.central.is/thedoors ef þið hafði áhuga). Gekk bara mjög vel hjá okkur vona ég. Áttum að vera tilbúnar með þetta fyrir viku en rétt náðum að klára þetta fyrir tímann i dag. Rosa duglegar! Finnst þetta ekki smá kúl hljómsveit og Jim Morrison ekki smá flottur :D
Bryndís og Metta eru komnar til Germany, eru hjá Þjóðverjunum sínum þar, vonandi skemmta þær sér vel!
Farin að sofa. Gn
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
5 comments:
Shæs Jim er flottur! Við förum á leiðið hans er það? Förum í heimsókn til dauða gæjans, útí í parís þú veist?? þangað erum við að fara eftir 4 daga! Ég hlakka svo til...ég hlakka alltaf svo til!
Hey! núna ert þú bara eitthvað út í Frakklandi að tjilla! újé beibí! :P ég bið bara að heilsa mr. Morrison.
Ertu að grínast...? það að vera í tvöföldum frönskutíma á Íslandi er ekki næstum því eins og að vera úti. Mig langar svo aftur...mig langar að vera ennþá...mig langar svo að hitta Tom, Spirros og Michelle...ohhhh mig langar svo mikið að búa þarna, ljóta Ísland!
Eg hef komst að því að Michelle er ekki skrifað Michelle heldur Michel...,ég á að vera að læra fyrir mockingbird, þess vegna veit ég svona tilgangslausa hluti...
Haha.. mér fannst þetta líka voðalega kvenlega skrifað...
Post a Comment