Thursday, April 12, 2007

París, París hví ertu farin?

Já, París var æðisleg. Ekki margt meira hægt um það að segja. ótrúlega falleg borg og skemmtileg, langar voða mikið til að búa þar einn daginn.
Fyrstu dagana var mikið tempo og mikið skoðað, þ.á.m. Eiffel turninn, Sacré-cæur, Notre Dame, Versalir o.fl. Síðustu tveir voru meira chillaðir og frjálsir.

Nenni engan vegin að segja mikið frá þessu, gerir mig bara leiða yfir að vera ekki lengur í parís.. Aðeins nánari ferðasaga hjá Eygló

Nokkrar myndir:



















































































ó vá. þetta var svo gaman

En skólinn er byrjaður aftur... En það styttist í sumarfrí sem betur fer.

Var áðan á fundi á vegum VÍMA eða vinstri menn i MA. Steingrímur J. Sigfússon var að tala og þetta var mjög áhugavert og ég var nú bara eiginlega sammála öllu sem þessi maður sagði. Fer ekki á milli mála hvaða flokk ég mun kjósa í vor.















En jæja. Hægt að sjá fleiri myndir frá París hér
Yfir og út

10 comments:

Unknown said...

Ég get ekki svarað þér Dóra mín...ég veit ekki af hverju París er farin, eða jú kannski þvi við flugum þaðan...hahaha vá ég ætti að stofna húmoristaskóla! En við skulum bara að gráta saman...í kvöld verður akkúrat vika síðan við gerðum þú veist hvað...við höfum minningarnar! Við munum fara aftur, ég er viss 150%viss!!

Anonymous said...

úllalla. very nice pictures;) það liggur við að maður verði bara hrifinn af parís svona í gegnum þessar endursagnir allar!

og já takk. grænt er það heillin:)

Dóra said...

Ánægð með þig Ragga, VG er málið. Þú verður klárlega að fara til Parísar einhverntíman, þetta er æðisleg borg.. Ekki verra að vera ástfangin og fara með kærastanum þangað, roooosalega romantísk borg, við Eygló vorum orðnar frekar bitrar á tímabili.. hehe

Dóra said...

Og já Eygló, við förum þangað aftur!

Unknown said...

En Dóra...ef hún fer þangað með kæró þá getur hún ekki hösslað útlendinga, það var nú soldið gaman, þú verður að viðurkenna það;) Og bitrar...neinei við höfðum hvor aðra! Nei okey, ég er aðeins að hylma yfir...kannski pinku bitrar, bara smá...

Anonymous said...

oh ég er líka orðin svo skotin í París þó ég hafi eki komið þangað !!
ohhh, við skellum okkur þangað fljótlega , ok ?

Dóra said...

Held að það sé skemmtilegra að vera ástfangin þarna allan tíma ein hösla einhverja síðustu kvöldin..

Og já Anna, við förum þangað saman sem fyrst! Vá hvað það verður gaman hjá okkur :D

Anonymous said...

Oh París ...
Sakni sakn right?
Dóra, ef ég hefði ekki haft þig í siglingunni, þá hefði ég grenjað úr biturleika sko!!
En ég skal fara þangað aftur!! Og miðað við hvað allir sakna Parísar, þá eigum við öll eftir að hittast þar ;p

Dóra said...

Ja, Addi, gott að við höfðum hvort annað á siglingunni.. gagnrýna aðeins þetta væmna fólk út um allt.
Ég held að allir eigi eftir að fara þangað aftur um leið og við útskrifumst úr MA, ekki hægt að bíða lengur en það..!

Anonymous said...

HEY! Ég sver að ég var búin að kommenta á þetta blogg! En allavega, París hljómar ótrúlega vel! Ég þangað einhverntímann! :D