Thursday, November 20, 2008

Aux Champs-Elysées... lalalala

Síðan við komum hingað til Parísar höfum við Eygló alltaf verið hálf utangáttar um það sem er um að vera hérna í þessari borg.. missum alltaf af forsetanum þegar hann er að koma eitthvað fram og nuit blanch misstum við af og eitthvað fleira.
en í dag var ég að lesa dagblað í métro og sá þar minnst á tvo atburði sem ég var viðstödd í gær! vúhú
-Fyrsta var þegar Marion Cotillard (gellan sem leikur Edit Piaf í myndinni) og borgarstjórinn kveiktu á jólaljósunum á Champs-Élysées.
-Hitt var fótboltaleikur milli Frakklands og Úrúgvæ.. Já ég sagði fótboltaleikur, ég fór á fótboltaleik!!! Það var reyndar mjög gaman, ekki smá stór völlur! tekur 80.000 manns i sæti og það var uppselt, það er 1/4 af öllum Íslendingum! hef aldrei stigið fæti á svona stadium, aðeins skemmtilegra en höllin á akureyri...

Þannig að núna er ég orðin með á nótunum hérna í þessari borg, það er gaman.

Helgin var frábær, Ragga, Arna og Erla komu hér við á leið heim frá Barcelona og það var ekki smá gaman að sjá þær! Hlakka svo til að hitta alla um jólin..

Sjáumst!