Monday, March 19, 2007

blogg ja blogg

Markmiðið er að vera dugleg að blogga á þessa síðu og ég skal standa við það!

Síðasta vika:
-Heimspekiritgerð sem er blessunarlega búin! Þungi fargi létt þegar við Eygló kláruðum hana. Enda vorum við búnar að sitja saman út í skóla til 10 á kvöldin við að skrifa þessa elsku, vorum meira að segja komin með okkar lag eftir alla þessa samveru. rosalega rómantískt lag hehe.
-Árshátið Greifans var á mánudaginn síðasta og þar af leiðandi einkenndist þriðjudagurinn af þynnku. Mikið stuð á árshátiðinni, allir voða fínir og dannaðir fyrst, svo voru allir voða fullir og já, ódannaðir. Mjög hresst og skemmtilgt fólk á þessum stað. Ekkert nema gott mál.
-Fór heim um helgina, og komst ekki í bæinn í gærkvöldi og þurfti því að vakna kl hálf 7 í morgun og ná rútunni til Akureyrar. Alls! ekki auðvelt.

Var að skrifa áðan stíl í ensku um mun kynjanna.. Lenti í vandræðum, veit ekki alveg hver munurinn er. Bullaði bara eitthvað um að konur tala um tilfinningar sínar en karlar ekki, en held að það sé mjög erfitt að segja svona, er svo misjafnt eftir fólki..



Ætla að fara að sofa
Vaknaði svo snemma
gn

6 comments:

Unknown said...

Ó mín yndisfríða Dóra. Mikið á ég eftir að saka hléæfinganna okkar, rómantísku stundunum á síðkvöldum í H3...og svo sérstaklega, dúettnum okkar! I'm not in love...(og svo hvíslar þú hitt getnaðarlega) Ó hvað við þurfum að hafa reunion eftir svona 2 vikur, kannski bara þegar við gerum enskuverkefnið:D Æ elskan, takk fyrir gott samstarf, þú ert gull og mér líst vel á þessa síðu hjá þér! Sjáumst á morgun krúttíbolla(Oj, æla)

Arnheiður Jónsdóttijr said...

þú átt nú systur sem er meistari í þessum fræðum. Af hverju leitaðiru ekki til hennar?

Anonymous said...

Sko! nú get ég kommentað! :D En já þetta er alveg svakaleg síða sem þú ert komin með! Til lukku með það :D

Doppa said...

Hehe ekki skrítið að þú hafir lent í vandræðum. Ég veit heldur ekki hver munurinn er.
Ekki nema að konur fái lægri laun en karlar og komast síður í áhrifastöður í samfélaginu.
Annars held ég að það sé meiri munur á konum og körlum innbyrðis en milli kvenna og karla!

Þar hafiði það!!

Unknown said...

Ánægð með þetta nýja blogg hjá þér!

Anonymous said...

surrounded primes ljohnstoumn offenders texas enrollment advocated sans observing linked comprising
lolikneri havaqatsu