Okei löngu kominn tími á blogg.
Skólinn byrjaði loksins í dag. og já ég sagði loksins, ég hef alltaf verið lítill aðdáandi skóla en eftir næstum mánaðarfrí fær maður nóg af því að hafa ekkert við að vera... þó ég sé í París.
Hitti bekkinn minn i dag og svona, lítur allt ósköp vel út, nema mér finnst ég kunna svo agalega lítið í frönsku miðað við alla hina. ég get svo voðalega lítið talað..
Annars er búið að vera gaman hjá okkur glóu.. Fengum gest í síðustu viku hana Bailey vinkonu Eygló frá Kanada. það var mjög gaman og við gátum túristast á fullu þá, og skoða næturlífið á kvöldin. Mæli eindregið með Batofar, sem er klúbbur á báti sem liggur við bryggju á Signu. Skemmtileg tónlist og já bara mega gaman að dansa á bát. Við munum sko fara aftur einhverntimann...
Annars hata ég að geta ekkert verslað hérna, það er svo dýrt þegar krónan er svona lág... þannig að planið er:
1. Hanga í La Défense (viðskiptahverfi)eða hjá Ritz og finna mér heitan ríkan mann.
2. Heilla hann með persónutöfrum mínum.
3. Fara í H&M og kaupa allt sem mér finnst flott, bara svona til að eiga nóg.
4. Fara á avenue Montaigne og versla í Lois Vuitton, Prada, Chanel o.s.frv.
5. gera allt sem hægt er að gera fyrir peninga í París... og það er sko margt.
6. Þegar ég verð búin að fá leið á þessu lífi, versla ég aðeins meira og dömpa gaurnum... og fer að hanga fyrir utan slökkvistöðina í næstu götu.. þar eru heitir gaurar.
þetta plan getur ekki klikkað
ég er reyndar búin að versla smá, búin að eyða 100 evrum í íþróttabúð.
já, þið lásuð rétt, íþróttabúð. búin að kaupa mér hlaupaskó, buxur, topp, boli, sundbol og borðtennisspaða.. og ótrúlegt en satt þá er ég búin að fara nokkrum sinnum út að skokka, er svo stolt af mér. Fengum barnapíustarf sem felst í því að fara með 9 ara stelpu í sund einu sinni í viku þannig að ég þurfti sundbolinn fyrir það, því ég ætla sko að vera dugleg að synda þegar ég fer. Verð að sjálfsögðu að vera pínu fit fyrir ríka heita gaurinn.
Ætla að fara að læra!
Au revoir