Síðan við komum hingað til Parísar höfum við Eygló alltaf verið hálf utangáttar um það sem er um að vera hérna í þessari borg.. missum alltaf af forsetanum þegar hann er að koma eitthvað fram og nuit blanch misstum við af og eitthvað fleira.
en í dag var ég að lesa dagblað í métro og sá þar minnst á tvo atburði sem ég var viðstödd í gær! vúhú
-Fyrsta var þegar Marion Cotillard (gellan sem leikur Edit Piaf í myndinni) og borgarstjórinn kveiktu á jólaljósunum á Champs-Élysées.
-Hitt var fótboltaleikur milli Frakklands og Úrúgvæ.. Já ég sagði fótboltaleikur, ég fór á fótboltaleik!!! Það var reyndar mjög gaman, ekki smá stór völlur! tekur 80.000 manns i sæti og það var uppselt, það er 1/4 af öllum Íslendingum! hef aldrei stigið fæti á svona stadium, aðeins skemmtilegra en höllin á akureyri...
Þannig að núna er ég orðin með á nótunum hérna í þessari borg, það er gaman.
Helgin var frábær, Ragga, Arna og Erla komu hér við á leið heim frá Barcelona og það var ekki smá gaman að sjá þær! Hlakka svo til að hitta alla um jólin..
Sjáumst!
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
10 comments:
ég labbaði nú bara framhjá þessu veseni á Champs-Elysées, 2x meira að segja. Nennti ekki að bíða eftir þessu eitthvað. Hehe, vissi reyndar ekkert hvað var í gangi.
hehe varstu samt þarna þegar ljósin kviknuðu?? mér fannst það kúl
Gott ef Örn Þór kallinn lét okkur ekki horfa á þessa mynd í frönsku. Ég er heldur ekki alveg inni í því sem er í gangi hérna í Köln en samt kemst maður ekki hjá því að vita af atburðum eins og Karnival og Jóladæminu. Hvað er annars málið með að kveikja a jólatréinu í nóvember?
Það eru bara engir atburðir hérna í krummaskuðinu mínu. Ekkert að gerast! ohhh... hlakka svo til að koma tilykkar um áramótin! :P
Ohh ég vild´ég væri í París!
Katrín: ég væri til í svona karnival stemmningu, þjóðverjar eru svo góðir í því öllu... og ég veit ekki með jólatréið, fullt snemmt að mínu mati já að kveikja á því í nóv, hef ekki séð slíkt hér samt..
Dagný: já, þú verður greinilega að yfirgefa þetta krummaskuð og koma hingað í menninguna... djöfull verður gaman um áramótin!!!!! shet
Metta: komdu
Jújú, hér er líka búið að kveika á jólatrjáum um allan bæ við hátíðlegar athafnir..
Ég hef reyndar misst af þeim öllum hingað til en mér finnst líka afar kjánalegt að standa úti í stuttermabol og pilsi og horfa á jólatré í sólinni..
Vá, ég hefði viljað sjá þegar það var kveikt á þessu dæmi.
Það var svo rosalega gaman (með áherslu á "rosalega") að vera með ykkur! Vúff.
Dóóóraaaa.. blogga stelpa. Ég þarf ferskt lesefni reglulega.
Post a Comment