Eygló bloggaði um daginn um ýmsar týpur af gaurum sem við höfum hitt hérna í París. Núna ætla ég að segja frá einum sem er mjög spes.
í gær fórum við á klúbb og einn maður gaf sig á tal við mig þegar ég var rétt komin inn. Mér fannst hann geggjað góður með sig og hálfpirrandi en hafði gaman af því að rugla eitthvað í honum. hitti hann hér og þar allt kvöldið og einhverra hluta vegna sannfærði hann mig um að gefa sér númerið mitt... og ég setti hans númer í símann minn en þar sem ég mundi ekkert hvað hann hét þá bað ég hann um að rita nafn sitt í símann minn. Þegar ég leit á það sprakk ég úr hlátri, hann skírði sig SMALL DICK í símann minn. Ég kvaddi, hljóp í burtu til stelpnanna og bara dó úr hlátri, fannst þetta alltof fyndið, þetta kalla ég sko hreinskilni.
Í dag fékk ég svo SMS frá Small dick:
Hey Dora, let's hang out tonight.
ég svaraði ekki.
Klukkutíma seinna fékk ég annað SMS:
Ok,you dont behave good so we can only be sms boy/girlfriend for 15min.
ég svarði ekki.
Svo fékk ég annað SMS 2 tímum seinna:
Ok, its finished between us. We sms-love too much each other for this relation to work. it is not you, it is me. Anyway, it was good to have ths forever love for 15min.
HA?
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
13 comments:
LOLSTER!
small dick, ertu að grínast í mér? greyið hann:p
OKEI vááááá´!!! pínulítið hreinskilinn gaur! hahhahaa... þetta hefði greinilega aldrei gengið miðað við nafnið hans :P
hahha.. bíddu ha?
Ég hef stundum verið að velta því fyrir mér hvað þetta og hitt þýðir fyrir þessa útlendinga. Ég vissi til dæmis hvort ég átti að svara þakkar sms sem ég fékk í dag. hah. Ég meina, það var engin spurning heldur bara svona 'takk fyrir skemmtilegt djamm'. Ef ég svara er ég þá að segja eitthvað? og ef ég svara ekki er ég þá að segja eitthvað annað? Átti að svara þessu eða ekki? hah
haha. já og ég lenti í þessu að muna ekki hvað gaurinn heitir og það.. sem betur fer endaði þetta fyrrnefnda sms með kv. 'nafnið á gaurnum'.
Dóra, nenniru að giftast þessum heillandi unga manni..
Hversu gaman væri það ef þú tækir upp nafnið Ingibjörg Dóra Dick? :)
Hi Im Dóra and this is my husband, Dick. Small Dick. hahahahhaah And our children, Little Cunt and Big Penis. Hahahaha váááá ég hló geðveikt af sjálfri mér fyrir að skrifa þetta. Lame ass ég... hehe
hahahahahaha ég vildi að ég myndi kynnast gaur sem gæti verið minn smsboyfriend hahahahahha :D
bara í korter ;)
hahahaha. þetta er of fyndið. !
"it was good to have this forever love for 15 min." Greinilega maður mikilla andstæðna. Eilíf ást í 15 mínútur, hahahah. Nafnið Small Dick er samt alveg priceless, og vá hvað Dagný er fyndin.
Ragga: já, ég veit, þetta er rosalegt.
Katrín: já, maður veit ekki alveg hvernig maður á að haga sér í kringum þessa erlendu stráka, maður er vanur því að heyra ekkert í þeim íslensku daginn eftir hehe.
Snædís: Hehe, ef þetta væri heillandi ungur maður þá kannski myndi ég hugsa það, en hann var svona 35+ og ekki heillandi.
Dagný: OJJJJJJ ég vissi að húmor þinn væri sérstakur en þetta toppar allt!
okei, verð að viðurkenna að mér fannst þetta mega fyndið... en samt ojj.
Metta: ég skal gefa þér nr. hja small dick, hann hlýtur að vera að leita sér að nýrri sms kærustu næstu 15 mín.
Anna: já, svona er lífið í parís hehe
Erla: já, þetta er rosalega góð lína hjá honum, virðist kunna þetta. og já, heppin þú að búa með dagný, færð líklega svona brandara beint í æð oft á dag.
Þú ert æði Dóra mín :)
Mér finnst þessi gaur æði. :D
Hann kann alla vega að skemmta sjálfum sér og gefa öðrum færi á að gera grín að honum.
What more can you ask for in a 15 min boyfriend?
mér varð hugsað til reðurstækkunartækis sem er alltaf óþægilega áberandi á smáauglýsingasíðum fréttablaðsins.
en ofboðslega finnst mér þessi skilaboð hans klikkuð. hvernig ætli það sé að fara með small dick heim?
úff. small dick? í alvöru?
Post a Comment