Thursday, October 9, 2008

Schoolgirl

Okei löngu kominn tími á blogg.

Skólinn byrjaði loksins í dag. og já ég sagði loksins, ég hef alltaf verið lítill aðdáandi skóla en eftir næstum mánaðarfrí fær maður nóg af því að hafa ekkert við að vera... þó ég sé í París.

Hitti bekkinn minn i dag og svona, lítur allt ósköp vel út, nema mér finnst ég kunna svo agalega lítið í frönsku miðað við alla hina. ég get svo voðalega lítið talað..

Annars er búið að vera gaman hjá okkur glóu.. Fengum gest í síðustu viku hana Bailey vinkonu Eygló frá Kanada. það var mjög gaman og við gátum túristast á fullu þá, og skoða næturlífið á kvöldin. Mæli eindregið með Batofar, sem er klúbbur á báti sem liggur við bryggju á Signu. Skemmtileg tónlist og já bara mega gaman að dansa á bát. Við munum sko fara aftur einhverntimann...

Annars hata ég að geta ekkert verslað hérna, það er svo dýrt þegar krónan er svona lág... þannig að planið er:
1. Hanga í La Défense (viðskiptahverfi)eða hjá Ritz og finna mér heitan ríkan mann.
2. Heilla hann með persónutöfrum mínum.
3. Fara í H&M og kaupa allt sem mér finnst flott, bara svona til að eiga nóg.
4. Fara á avenue Montaigne og versla í Lois Vuitton, Prada, Chanel o.s.frv.
5. gera allt sem hægt er að gera fyrir peninga í París... og það er sko margt.
6. Þegar ég verð búin að fá leið á þessu lífi, versla ég aðeins meira og dömpa gaurnum... og fer að hanga fyrir utan slökkvistöðina í næstu götu.. þar eru heitir gaurar.

þetta plan getur ekki klikkað

ég er reyndar búin að versla smá, búin að eyða 100 evrum í íþróttabúð.
já, þið lásuð rétt, íþróttabúð. búin að kaupa mér hlaupaskó, buxur, topp, boli, sundbol og borðtennisspaða.. og ótrúlegt en satt þá er ég búin að fara nokkrum sinnum út að skokka, er svo stolt af mér. Fengum barnapíustarf sem felst í því að fara með 9 ara stelpu í sund einu sinni í viku þannig að ég þurfti sundbolinn fyrir það, því ég ætla sko að vera dugleg að synda þegar ég fer. Verð að sjálfsögðu að vera pínu fit fyrir ríka heita gaurinn.

Ætla að fara að læra!
Au revoir

9 comments:

Unknown said...

haha en af hverju borðtennisspaðar? eruð þið með borðtennisborið í kribbinu ykkar? :D

þetta plan getur ekki klikkað! mitt plan er svipað, nema að ég ætla að vera farin að þéna svaka mikið þegar ég losa mig við ríka gaurinn og fer að leika mér með slökkviliðismanninum heheheh :D

ég er stolt af þér að hafa farið út að skokka! ég hef ekki enn farið út að skokka í höfuðborginni, en ég hef farið alveg nokkrum sinnum í Laugar, og meira að segja hjóla ég þangað! :D NICE

Dóra said...

já, gleymdi að útskýra spaðana. það eru borðtennisborð í görðunum tveimur sem eru nálægt okkur. við skelltum okkur út í gær í borðtennis og við erum álíka goðar.. eða álíka lélegar..

Anonymous said...

Ég var einmitt að velta þessu fyrir mér.. Borðtennisspaða!? haha
En takk fyrir útskýringuna, mér líður mun betur núna...
Og já, djöfull hljómar þetta plan vel!

Janni said...

Án þess að ég ætli að leggja þér lífsreglurnar Dóra mín, þá finnst mér þú leggjast lágt.

Kannski að ég leggist bara með þér og kem mér á framfæri með því að auglýsa sjálfan mig: http://www-janni.blogspot.com.

Kveðja, Janni

P.S: Já, það er satt

Katrín Magnús said...

Ég þarf að fara að kaupa mér sundbol. Það er svo geggjuð æfing að synda. Ég var einmitt að spáí að ná mér í furstason eða eitthvað álíka.
Ég hlakka til að heimsækja ykkur. Gangi þér vel í frönskunni, þú rúllar þessu upp.

Unknown said...

KReppa...hvaða kreppa;) hahaha....eins og ég var að velta fyrir mér...ætli við verðum með fisk á okkar evru tjah eða Geir sjálfan....?:P

Anonymous said...

Ég fór í garð um daginn og sá borðtennisborð og það mynnti mig geðveikt á ykkur tvær! Hahaha þið eruð algjör krútt...

Mig langar að fara á bátadjamm. Getum við farið þangað um áramótin einhverntímann? :) Vá ég hlakka til að sjá ykkur!!!

Anonymous said...

hmm...fariði báðar með stelpuna í sund einu sinni í viku? hvað gefur það út í fátækan lófann?

haha mér finnst borðtennis fyndin íþrótt. sé fyrir mér forrest gump

Dóra said...

Katrín:Já, ég held að þú myndir sóma þér vel sem furstakona.. fylgir því ekki einhvert titill fyrir þig? það er bara kúla.
Anton: ég mun aldrei koma til íslands aftur ef geir yrði á evrunni okkar.
Dagný: vá, hvað það verður gaman um áramótin.. eins gott fyrir þig að koma kona!!!
Védís: Við fórum saman í fyrsta skipti en ætlum annars að skiptast á... fáum 35 evrur fyrir skiptið, fínt að fá smá aukaaur, sérstaklega fyrir að fara í sund, bara gaman fyrir okkur sjálfar að skella sér.
og já, borðtennis minnir mig lika á forrest gump, bara ef við værum jafn góðar, var ekkert mál fyrir hann! tók bara upp spaðann og ekkert mál...