Jæja, loksins komin til Parísar og þá er komin tími til þess að fara að blogga aftur.
París er fokking æðisleg, komum í gær, í íbúðina okkar sem er svo mega kósí. okkur líður bara eins og við séum heima sem við jú erum.
10 mín labb í gær, þá eru við komnar að signu og eiffel turninn blasir við, ekki leiðinlegt það, svo svona 20 mín í viðbót og þá erum við komnar að honum... jeee, líkar það vel.
löbbuðum um 4. hverfið í dag, mýrin. Gyðingahverfi, svo bara rétt við hliðina er hommahverfið, haha.. þar voru án efa fallegustu menn parísar, alveg týpískt að þeir séu hommar... kræst
svo fundum við stað sem við munum vera alltaf á milli 5 og 8, happy hour. 3 evrur fyrir bjór eða vínglas og þá fær maður með smárétti, pasta og pizzu og eitthvað frítt með OOOg, 6 evrur fyrir mojito og svona matur með líka, voða næs. ekki leiðinlegt að fá sér mojito, finnst það alls ekki leiðinlegt.
haha, þrátt fyrir að vera búnar að sjá eiffel turninn, notre dame og svona þá samt vorum við eygló alveg að missa okkur yfir monoprix.... sem er matvörubúð og lika smá fatabúð, svona eins og hagkaup. úrvalið er svo magnað haha. fullt af ferskum fiski og kjöti, svo allir ostarnir og allt brauðið, össössöss, við munum sko alveg nenna að elda í vetur, sem og við gerðum í kvöld, rosa duglegar.
en jááá... komið í heimsókn sem fyrst, alltaf pláss í sófanum og svo erum við með dýnu líka, pláss fyrir 3 auka í einu. allir að koma jájá
Kveðja Dóra Franska

P.S. svona var eiffel turninn í gær þegar við sáum hann, var blár og svo þegar við komum á brú á signu þá fór hann að blikka næs