Sunday, April 6, 2008

Fló á skinni

Við Bryndís ákváðum að gerast menningarlegar og fórum út að borða og í leikhús á föstudaginn.

Fórum út að borða á La vita e bella, ekki smá gott. Síðan var það leikhúsið, sáum Fló á skinni og vá hvað það var fyndið. Við hlógum og hlógum en samt ekkert miðað við sessunauta okkar. við hliðina á mér var kelling með svo háværan og hvellan hlátur og við hliðina á Bryndísi var kall sem hló ótrúlega hátt og klappaði alltaf líka og kallaði snilld snilld! Pínu pirrandi já en við létum það ekkert á okkur fá.

Mæli eindregið með þessu leikriti, ef þið eruð ekki búin að sjá það nú þegar. Tælenska skúringarkonan, holgóma frændinn og þýski ferðamaðurinn og fleiri góðir karakterar voru alveg að gera sig og ég bara skil ekki hvernig gói var svona rosalega fljótur að skipta um föt...

Fimmtudagurinn var án efa skemmtilegur og skrautlegur og vil ég þakka öllum fyrir frábæra skemmtun, held að ég fari ekkert nánar út í það.

Lag dagsins: Everybody's gotta learn sometime með Beck og Jon Brion

8 comments:

Anonymous said...

alltaf gaman að uppgötva ný blogg :)
bara kvitta fyrir mig , sjáumst í skólanum á morgun ;)

Unknown said...

já ég hef bara farið einu sinni í leikhús hérna, þegar við fórum á svartan kött í fyrra.

ég hef heyrt þetta lag! :D

Anonymous said...

þetta er svo ljúft lag !

Anonymous said...

Hey gott blogg! Fló á skinni er fyndið! Vá mér fannst tælenska gellan ógeðslega fyndin! Hún toppaði þetta leikrit alveg :P

Vá hvað þetta er samt gott lag!

Anonymous said...

Jáhá.. Takk sömuleiðis fyrir fimmtudaginn! Það verður erfitt að toppa þetta djamm ;)

Anonymous said...

vá fló á skinni var algjör snilld..bara spurning hvenær við förum á hitt leikritið:) ég er geim í það!

Anonymous said...

Uhmm.. nýja færslu takk. Medium rare fyrir mig.

Unknown said...

Ef þú bloggar aftur kem ég og brýt þig..... BLOGGA!!! ég er meira að segja byrjaður!!!!