Monday, March 31, 2008

úff hvað ég er þreytt

Var að vinna og ég bara skil ekki af hverju svona mikið af fólki fer út að borða á mánudagskvöldi, allt allt of mikið að gera. er ekki að fílaða

Það eru 78 dagar þangað til ég útskrifast úr MA. Var í dag í mátun fyrir stúdentshúfu og svona gaman. Trúi því ekki að þetta sé að verða búið, finnst eins og ég hafi byrjað í 1.F. i gær.
en ég hlakka samt svooooo til. Komin með svo mikið leið á skóla í bili
Get ekki beðið eftir Paris oui oui.

Mæli með Flight of the Conchords, algjör snilld. Mátulega steiktir og yndislega fyndnir og nýsjálenskur hreimur er rosatöff.




Lag dagsins: Ghost Writer með Rjd2

6 comments:

Doppa said...

Hehe ég er líka búin að horfa á alla þættina og bíð spennt eftir næstu seríu, þvílík snilld!!! Og já, hreimurinn þeirra klikkar ekki.

Anonymous said...

Ahh já.. ég er alveg sammála þér! Þessi fjögur ár í MA eru búin að líða alltof hratt!
Mér finnst pínu sorglegt að ég sé að klára MA....

Unknown said...

já ég horfði á brot úr einum þætti um daginn, kannski er ég bara með takmarkaðan húmor því mér fannst þetta ekkert voðalega fyndið en sniðugt samt!

hvað þýðir oui?

Dóra said...

Já, það er pínu sorgleitt að fara frá öllu fólkinu... en ég er sátt við að fara frá skólanum.

Verður að horfa á heilann þátt Metta, ef þér finnst hann ekki fyndinn þá ertu með takmarkaðann húmor ;)
Oui= já

Anonymous said...

ahhh parís jájá takk takk!
og sammála öllu hinu, nema þættirnir er ekki búin að sjá þá

Anonymous said...

dóra, það er ár síðan við vorum í parís!