Jæja, kominn tími til þess að fara að blogga aftur. ástæðan fyrir því að ég geri það núna er sú að ég er að gera sálfræðiritgerð og ég nenni því svo alls alls ekki þannig að allt annað er betra :)
Vinnuhelgi hjá mér núna, var að vinna á föstudagskvöld, í gærkvöldi og fer að vinna á eftir. það stoppaði mig samt ekki frá því að kíkja út á lífið á föstudagskvöldið, og var það alveg prýðisfínt kvöld, þó svo að það hafi ekki verið margir í bænum. Alltaf gaman að fara á Amour og dansa í góðum hópi undir góðri danstónlist hjá DJ El nino.
Verð að halda áfram að gera þessa ritgerð, er að skoða áhrif áfengisauglýsinga á börn og unlinga, rosa spennandi.
Lag dagsins: In my Secret Life með Leonard Cohen
Kv. Dóra
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
7 comments:
þú ert alltaf svo dugleg að gera ritgerðir !
Leonard Cohen er svo mikið æði.
skoðaðu cohen.bloggar.is haha, verkefn í tóm103
Hann er svo mikill snillingur, fann best of plötu með honum heima hjá mömmu og er búin að hlusta endalaust mikið á hana..
hvernig væri að skella sér á tónleika í sumar?? væri svo mikið til í það.
já, ég á einhvern safndisk með honum.
Er hann að koma hingað í sumar ?
vúhú! ég var að spá í að byrja að blogga aftur, en þá helst bara í haust þegar leiðir allra skilja
það skyldi þó engan undra þótt það myndi læðast eins og eitt blogg inn hjá mér á morgun... :D
ég hef aldrei hlustað á leonard cohen
Anna: Nei því miður þá kemur hann ekki hingað, svo ég viti.. verðum bara að fara til bretlands eða eitthvað fyrst hann er að túra...
Metta: hvernig tókst þér að commenta 10 sinnum? var að vinna í því að eyða öllu aftur hehe. en já farðu að blogga líka.. það er gaman og farðu að hlusta á leonard cohen!
hei ég kommentaði í gær en það kom ekki inná!! Lélegt!!
En mér likar vel við þetta kombakk, very næs!
En mér líkar ekki vel við sálfræðiritgerðina!
haha takk fyrir að henda þeim, ég var að vonast til að geta gert það sjálf
stundum er bara betra að anda rólega þótt netið virki eitthvað slow...
núna get ég ekki byrjað að blogga, því þú settir á mig pressu, ég þarf að byrja að blogga þegar ég á helst að gera fullt af verkefnum og allir búnir að gleyma blogginu hehe :D
Post a Comment