Jæja bara vika í París! Váá hvað ég hlakka til. Get ekki hugsað um annað núna. Var að skoða hvernig veðrið er i París og svona. Er svona um 15 stiga hiti, sem er flott :D
Helgin var fín, vinna öll kvöldin, það var bara fínt. Var svo á þessu elskulega ferðaþjónustunámskeiði á laugardag, ekki gaman að vakna kl 8 á laugardagsmorgnum, eeen 5 einingar og það er fínt.
Svo var það Sjallinn á laugardagskvöld. Fór með Heiðu gellu og það var bara voða gaman á Sálinni. Var samt frekar þreytt efitr daginn og dansaði ekki voða mikið. Rosa kósí svo að sitja í búllunni og borða burger eftir djammið, miklu betra að fara þangað en TikkTakk eða nætursöluna..
Ég og Katla fluttum í dag verkefni í Tónlist og Menning. Gerðum bloggsíðu um The Doors (slóðin er www.blog.central.is/thedoors ef þið hafði áhuga). Gekk bara mjög vel hjá okkur vona ég. Áttum að vera tilbúnar með þetta fyrir viku en rétt náðum að klára þetta fyrir tímann i dag. Rosa duglegar! Finnst þetta ekki smá kúl hljómsveit og Jim Morrison ekki smá flottur :D
Bryndís og Metta eru komnar til Germany, eru hjá Þjóðverjunum sínum þar, vonandi skemmta þær sér vel!
Farin að sofa. Gn
Monday, March 26, 2007
Wednesday, March 21, 2007
je m'appelle Dora
12 dagar í París!!
Vá hvað mig hlakkar til. Fara í Eiffel turnin, Louvre safnið, Versali og fleira og fleira. Versla, drekka kaffi í frönsku kaffihúsi... Þarf bara að þrauka eina og hálfa skólaviku.
Verst að það er ekki flogið innanlands á páskadag.. Við komum til landsins á páskadag og ég kemst ekki beint heim því miður.. Verð að hanga í Rvk í eina nótt.. Nenni því ekki, vil fara heim og borða páskaegg!
Ætti eiginlega ekki að vera eyða tima minum i að blogga, á að vera búin með Sjálfstætt fólk strax eftir páskafrí og sénsinn að ég sé að fara að lesa hana í páskafríinu. Er komin á bls. 15 af svona 515.. Bara 500 bls. eftir. Ekkert mál!
Bless
Vá hvað mig hlakkar til. Fara í Eiffel turnin, Louvre safnið, Versali og fleira og fleira. Versla, drekka kaffi í frönsku kaffihúsi... Þarf bara að þrauka eina og hálfa skólaviku.
Verst að það er ekki flogið innanlands á páskadag.. Við komum til landsins á páskadag og ég kemst ekki beint heim því miður.. Verð að hanga í Rvk í eina nótt.. Nenni því ekki, vil fara heim og borða páskaegg!
Ætti eiginlega ekki að vera eyða tima minum i að blogga, á að vera búin með Sjálfstætt fólk strax eftir páskafrí og sénsinn að ég sé að fara að lesa hana í páskafríinu. Er komin á bls. 15 af svona 515.. Bara 500 bls. eftir. Ekkert mál!
Bless
Monday, March 19, 2007
blogg ja blogg
Markmiðið er að vera dugleg að blogga á þessa síðu og ég skal standa við það!
Síðasta vika:
-Heimspekiritgerð sem er blessunarlega búin! Þungi fargi létt þegar við Eygló kláruðum hana. Enda vorum við búnar að sitja saman út í skóla til 10 á kvöldin við að skrifa þessa elsku, vorum meira að segja komin með okkar lag eftir alla þessa samveru. rosalega rómantískt lag hehe.
-Árshátið Greifans var á mánudaginn síðasta og þar af leiðandi einkenndist þriðjudagurinn af þynnku. Mikið stuð á árshátiðinni, allir voða fínir og dannaðir fyrst, svo voru allir voða fullir og já, ódannaðir. Mjög hresst og skemmtilgt fólk á þessum stað. Ekkert nema gott mál.
-Fór heim um helgina, og komst ekki í bæinn í gærkvöldi og þurfti því að vakna kl hálf 7 í morgun og ná rútunni til Akureyrar. Alls! ekki auðvelt.
Var að skrifa áðan stíl í ensku um mun kynjanna.. Lenti í vandræðum, veit ekki alveg hver munurinn er. Bullaði bara eitthvað um að konur tala um tilfinningar sínar en karlar ekki, en held að það sé mjög erfitt að segja svona, er svo misjafnt eftir fólki..
Ætla að fara að sofa
Vaknaði svo snemma
gn
Síðasta vika:
-Heimspekiritgerð sem er blessunarlega búin! Þungi fargi létt þegar við Eygló kláruðum hana. Enda vorum við búnar að sitja saman út í skóla til 10 á kvöldin við að skrifa þessa elsku, vorum meira að segja komin með okkar lag eftir alla þessa samveru. rosalega rómantískt lag hehe.
-Árshátið Greifans var á mánudaginn síðasta og þar af leiðandi einkenndist þriðjudagurinn af þynnku. Mikið stuð á árshátiðinni, allir voða fínir og dannaðir fyrst, svo voru allir voða fullir og já, ódannaðir. Mjög hresst og skemmtilgt fólk á þessum stað. Ekkert nema gott mál.
-Fór heim um helgina, og komst ekki í bæinn í gærkvöldi og þurfti því að vakna kl hálf 7 í morgun og ná rútunni til Akureyrar. Alls! ekki auðvelt.
Var að skrifa áðan stíl í ensku um mun kynjanna.. Lenti í vandræðum, veit ekki alveg hver munurinn er. Bullaði bara eitthvað um að konur tala um tilfinningar sínar en karlar ekki, en held að það sé mjög erfitt að segja svona, er svo misjafnt eftir fólki..
Ætla að fara að sofa
Vaknaði svo snemma
gn
Sunday, March 11, 2007
Nytt blogg
Ætlunin er að byrja að bloggar aftur. Hef verið mjög löt við það upp á síðkastið og ákvað að breyta til með nýrri síðu i von um að verða duglegri við þetta.
Subscribe to:
Posts (Atom)